Íslenska

Frá apríl og út október er Whale Safari með allt að 6 báta á sjó. Yfir háannatímabilið er boðið upp á allt að 19 brottfarir í sannkallaðar ævintýraferðir út á Faxaflóa á RIB bátum.

Við hjá Whale Safari erum frumkvöðlar á sviði hvalaskoðunarferða á litlum sérsmíðuðum RIB bátum. Við höfum verið í farabroddi hvað varðar náttúru og dýralífsferðir fyrri minni hópa og leggjum gríðarlega áherslu á einstaka og persónulega upplifun hvers og eins farþega. Hver bátur tekur einungis 12 farþega í sæti auk leiðsögumanns og skipstjóra og henta ferðirnar því einna helst þeim sem eru að leita af náinni upplifun af náttúrunni og hafinu. 

Bátarnir fara hratt yfir og geta því skoðað lífríkið á tiltölulega stóru svæði í samanburði við stærri báta sem ferðast hægar. Þegar hvalir, höfrungar og lundar eru innan seilingar er fátt sem getur slegið við þeirri miklu nálægð sem RIB bátarnir bjóða ævintýragjörnum ferðalöngum upp á. Við leggjum ríka áherslu á öryggi og velferð farþega og er hönnun bátanna er gerð út frá því að viðskiptavinum okkar líði vel um borð og njóti upplifun sinnar í sem allra mestri nánd við hafið, dýrin og fuglana. 

Einnig er hægt að leigja bátana per klukkustund í einkaferðir og er þá hugmyndaflugið eitt sem takmarkar hvað er hægt að gera. Við höfum m.a leigt bátana í ljósmyndaferðir. Fátt sem flýtur við Íslandsstrendur býður upp á betri möguleika til að taka ótrúlegar myndir af hvala og fuglalífinu. 

Vinsælasta hvalskoðunarferðin okkar: Whales, Puffins & Reykjavík er tveggja tíma ferð sem heimsækir bæði lundana (þegar þeir eru á svæðinu) og hvalina. Til viðbótar þá endum við ferðina með siglingu meðfram strandlengju Reykjavíkur! Fullkomið til að smella af myndum. Lundaferðin okkar, Premium Puffin Tour, er klukkutíma ferð. Vegna þess hve hraðir og litlir bátarnir eru nýtist nær allur tími ferðarinnar í fuglaskoðunina sjálfa við eyjarnar. Ferðirnar bjóða upp á mikla nálægð við lundana og þegar slökkt er á vélum bátanna má upplifa hversdagslíf lundans á einstakan máta í kyrrð náttúrunnar. 
 Allar nánari upplýsingar um brottfarir og verð má finna hér á síðunni. Auk þess má hafa samband við sölu og þjónustu fulltrúa okkar í síma +354 497 0000 eða í tölvupósti á info@whalesafari.is ef einhverjar spurningar eða vangaveltur vakna.

Skrifstofan okkar er staðsett á Gömlu Höfninni í Reykjavík við Ægisgarð 7. Hún er opin frá 1. apríl - 31. október á meðan siglingatímabili okkar stendur.